Áhersla var lögð á vísindi og rökfræði. Sókrates, Plató og Aristóteles voru miklir hugsuðir og enn er vitnað í hugmyndir þeirra og heimspeki. Grikkir höfðu líka kenningar um sólkerfið og uppgötvuðu reglur í stærðfræði. Eftir langt stríð á milli borgríkjanna lagði kóngurinn í nálægu ríki Grikkland undir sig. Sonur hans, Alexander, tók við ríkinu 20 ára gamall. Hann stækkaði það suður til Egyptalands og austur til Indlands og byggði borgir í ríki sínu að grískri fyrirmynd. Alexander hafði lært hjá Aristótelesi og breiddi út gríska menningu. Hann leyfði þó þeim þjóðum sem hann lagði undir sig að halda menningu sinni. Alexander mikli dó 33 ára gamall. Þá skiptu hershöfðingjar hans ríkinu á milli sín. 11
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=