Komdu og skoðaðu sögu mannkyns

10 Grikkland fyrir um 3000–2300 árum Á Grikklandi voru mörg borgríki, hvert með þéttbýliskjarna og landbúnaðarland. Aþena var þekktasta borgríkið. Þar hittust frjálsir karlmenn á tíu daga fresti, ræddu mál og greiddu atkvæði. Grikkir trúðu á marga guði og gyðjur. Seifur og Aþena dóttir hans voru æðst þeirra. Fólk þjálfaði sig og keppti í íþróttum. Frægustu íþróttaleikirnir voru fjórða hvert ár í Ólympíu. Talið er að Grikkir hafi fyrstir þjóða skrifað og leikið leikrit. Þau voru skrifuð til að gleðja guðina. Sum þeirra gleðja fólk í leikhúsum enn þann dag í dag. Grikkir byggðu stór marmarahof með miklum, útskornum súlum. Leirmunir þeirra eru líka frægir. Þeir voru oft skreyttir með myndum úr daglegu lífi fólksins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=