9 Árið 221 f.Kr. sameinaði einn kóngurinn öll smáríkin í eitt stórt ríki og kallaði sig fyrsta keisara Kína. Hann lét einnig sameina varnarveggina í norðurhluta Kína í einn. Það er Kínamúrinn. Hann er eitt stærsta mannvirki í heimi. Þegar keisarinn dó var hann grafinn í risastóru grafhýsi. Til að gæta hans voru settir þar 7500 hermenn búnir til úr leir. Leirstytturnar eru jafnstórar mönnum, með ólík andlit og með raunveruleg vopn. Kínverjar voru fyrstir til að búa til pappír. Þeir fundu líka upp postulín, áttavita og hjólbörur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=