8 Kína fyrir um 7000–800 árum Kína er umlukið háum fjöllum, eyðimörkum og hafi. Í þúsundir ára var það einangrað frá öðrum hlutum heimsins. Þar þróaðist snemma menning, að mörgu leyti ólík menningu annarra þjóða. Landbúnaður hófst við Gulá líklega fyrir um 7000 árum. Bændur ræktuðu korn, sojabaunir, ávexti, hnetur og grænmeti og voru með svín, kjúklinga og hunda. Þar sem var rakt og heitt ræktuðu þeir hrísgrjón. Kínverjar hafa kunnað að rækta silkifiðrildi og framleiða silki úr púpum þeirra í um 5000 ár. Kínverjar hafa átt ritmál í um 3400 ár. Það er táknmál og hvert tákn stendur fyrir hugtak en ekki hljóð eins og í stafrófi. Kína var lengi skipt í nokkur konungsveldi. Margir kónganna létu byggja varnarveggi á landamærum ríkja sinna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=