Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

6 Harpa Sumardagurinn fyrsti var hátíðisdagur. Snjór gat verið yfir öllu en dagarnir voru orðnir bjartir og mun lengri en svört nóttin. Ef frost var nóttina fyrir sumardaginn fyrsta var sagt að vetur og sumar frysu saman og var það talið boða gott sumar. Ekki voru unnin nema nauðsynlegustu störf. Börn fóru í leiki, fólk fékk betri og meiri mat en aðra daga og sumargjafir voru gefnar. Á hörpu hófust vorverkin, þá strax var farið að undirbúa næsta vetur. Á túnum í kring- um bæi var húsdýraskítur í hrúgum. Hestar, sem voru úti á veturna, skildu eftir sig skíta- köggla en mykjan frá kúnum var borin út úr fjósinu. Þegar frost var farið úr jörðu varð að koma skítnum í moldina svo að hann nýttist grasinu þegar það færi að vaxa. Krakkar muldu hrossaskítskögglana með fótunum en mykjuhlössin voru barin í sund- ur með áhöldum sem hétu klárur. Mulinn skíturinn var rakaður upp í trog. Síðan var gengið um túnið með trogin og skítnum ausið úr þeim. Túnvinnan var víða verk kvenna og barna þar sem karlar voru á sjó.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=