Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Orðskýringar 18. öld: Tíminn frá 1700 – 1799. Arður : Gróði, afgangur af sölu þegar búið er að borga allan kostnað við framleiðslu. Askur : Tréílát með loki sem borðað var úr. Beitarhús : Fjárhús (hús fyrir kindur) langt frá bæ. Brynna : Að gefa dýrum vatn að drekka. Fífa : Algeng planta. Í blómunum eru þræðir sem má snúa saman í lampakveik. Flot : Bráðin fita. Flór : Renna aftan við kýr í fjósum sem skítur þeirra og hland safnaðist í. Gor í gormánuður : Hálfmelt fæða í þörmum (görnum) jórturdýra (kúa og kinda). Gæra : Skinn af kind með ullinni á. Hlaða : Hús til að geyma í hey. Hlóðir : Eldstæði hlaðið úr grjóti. Kemba : Greiða ull í sundur með kömbum. Krossmessa : Gamall messudagur, 3. maí. Kvistur : Lágvaxin tré, kjarr (birki, fjalldrapi, víðir). Lagður (ullarlagður, toglagður): Smábútur af ull. Lundabaggi : Lundir eru vöðvar með fram hryggnum endilöngum. Ristill kinda var skorinn langsum í sundur, hreinsaður og síðan vafinn um lundir og annað kjöt. Yst var þindinni vafið utan um og saumuð föst. Luralegur : Druslulega klæddur. Múgi, ft. múgar : Langar hrúgur sem myndast úr nýslegnu grasinu þegar slegið er með orfi og ljá. Mör í mörsugur : Fita inni í dýrum. Rjáfur : Þak að innanverðu, aðallega í torfbæjum. Saggi : Raki eða bleyta í húsum. Sauðburður : Tíminn þegar lömbin fæðast á vorin. Spinna : Búa til þráð úr ull með snældu eða rokki. Spónamatur : Matur sem er borðaður með skeið (spæni). Spónn, ft. spænir : Matskeið oft búin til úr horni eða beini. Stafn : Framhlið á burstabæ. Stekkur : Lítil rétt þar sem ær voru mjólkaðar. Sýrukerald : Stór trétunna sem í var safnað mysunni úr skyrinu. Tóft : Hlaðnir veggir án þaks. Tólg : Bræddur mör, eða feiti, sem hefur storknað aftur. Trog : Grunnt, ferhyrnt tréílát, vítt að ofan og fremur stórt um sig. Ver, verbúð : Staður þar sem menn búa um tíma og sækja sjóinn til að veiða fisk. Viðarkol : Kol búin til úr trjám. Tré voru höggvin í smákubba og þeim safnað í holur sem grafnar voru í jörðina. Kveikt var í viðnum en eldurinn síðan kæfður með því að moka yfir holuna. Þá brann viðurinn ekki heldur breyttist í kol. Vömb : Eitt af fjórum hólfum magans í jórturdýrum (kúm og kindum) og það sem er stærst þeirra. Þil : Þunn viðarklæðning á veggjum. Þjóðhættir : Siðir og venjur þjóðarinnar. Þýft land : Land þar sem er mikið af þúfum og það því óslétt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=