Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Meðan vinnufólkið var í vistinni bjó það inni á heimilinu en arðurinn af vinnu þess rann að mestu til bóndans. Vinnumennskan var góður grunnur fyrir ungt fólk sem vildi giftast og hefja eigin búskap. Það var líka gott fyrir bændurna að hafa vinnufólk. Án þess hefði verið erfitt að reka búin. Áhöld og verkfæri voru mörg heimatil- búin. Á flestum bæjum var smiðja. Þar voru smíðuð verkfæri og gert við þau. Innlendur viður og rekaviður var notaður eins og hægt var við smíðar. Járn var dýrt og það var allt endurunnið margsinnis. Í smiðjunum var kveiktur eldur í viðarkolum til að lina járnið svo að hægt væri að smíða úr því. Úr járni þurfti til dæmis að smíða, hnífa, skeifur, ljái, gjarðir, krækjur, lása, sylgjur og sköfur. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=