Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Einmánuður Í torfbæjunum gat verið þungt loft. Í eld- húsi var sót og reykur. Reykur steig einnig upp af lýsislömpum og kolum á veturna. Þar brann lýsi með tilheyrandi lykt. Sums staðar gat verið raki og saggalykt . Föt voru ekki þvegin oftar en nauðsynlega þurfti. Líklega þótti fólki gott að komast út úr húsi og anda að sér fersku lofti ein-mán- aðar. Þá var að koma vor og aðeins einn mánuður eftir af vetri. Vorið var líka sá tími sem vinnufólk hugsaði sér til hreyfings. Vinnufólk var yfirleitt ráðið til eins árs en þeir sem komu sér vel voru oft mun lengur á bænum. Vinnuhjú höfðu vistaskipti um krossmessu en ákveðið var um ráðningu í lok vetrar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=