Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Börn fylgdu hinum fullorðnu við vinnu. Smám saman lærðu þau og gátu sífellt hjálpað meira til. Það var ekki bara hin verklega vinna sem börnin náðu tökum á. Með því að tala við og hlusta á fullorðið fólk kynntust börn mörgu og á kvöld- vökunum var oft lesið ýmislegt fróðlegt sem börnin lærðu. Presturinn í sveitinni fylgdist með að börn fengju góða uppfræðslu. Hann húsvitjaði og fór yfir kunnáttu barnanna. Áður en börn fermdust lærðu þau Kverið en það var fræðslurit um kristindóminn fyrir börn. Af Kverinu lærðu mörg börn að lesa. 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=