Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Það var skemmtilegt og mikil tilbreyting þegar gesti bar að garði. Gestir voru fréttamiðlar þess tíma. Allir reyndu að gera vel við gesti, annað þótti ekki við hæfi. Gestum voru bornar veitingar og jafnvel eldaður hátíðarmatur handa þeim. Á þorranum fóru bændur, bændasynir eða vinnumenn í ver og reru til fiskjar. Við sjóinn var komið upp húsum sem kölluðust verbúðir. Þar gátu mennirnir sofið, beitt og dyttað að veiðarfærum. Búðirnar voru reistar nálægt góðum lendingarstað fyrir bátana. Menn sóttu sjóinn á opnum árabátum. Fiskurinn var hengdur upp og þurrkaður eða stundum saltaður til þess að hægt væri að geyma hann. Talsvert af fiski var flutt til útlanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=