Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Þorri Þegar menn kepptust við vinnu á löngum vetrarkvöldum styttu þeir sér stundir á ýmsa vegu. Farið var með ljóð, kveðnar rímur eða lesnar sögur, til dæmis Íslendingasögurnar eða ævintýri. Einnig kunni fólk ýmsar þjóðsögur sem gengið höfðu mann fram af manni. Kvöldvakan endaði síðan á guðsorði, svokölluðum hús- lestri. Börn þurftu að vinna og lærðu af hinum fullorðnu. Þau urðu snemma liðtæk í ullar- vinnunni. Börn höfðu líka tíma til að leika sér. Mikið var spilað á spil eða teflt. Manntafl var vinsælt en einnig refskák, mylla, kotra og fleira. Börn kváðust á og lærðu þulur. Fullorðnir skemmtu sér stund- um við tafl og spil ef tími gafst. Það var ekki mikið um tómstundir hjá þeim. Fólk þurfti að vinna mikið til að hafa í sig og á. Einstaka maður náði að gera annað, til dæmis að lesa bækur og sinna fræði- störfum eða listum. Sumir þessara manna voru ekki bændur heldur flökkuðu á milli bæja, fræddu fólk eða skemmtu því. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=