Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Dagsbirtan var notuð til verka úti og inni. Í rökkrinu lagði fólk sig. Þegar aldimmt varð var komið með ljós í baðstofuna. Fólk sett- ist upp í rúmunum og hóf vinnu. Í ullarreyfi eru tvenns konar hár. Tog, löng, gróf og slétt hár, og þel, mjúk krulluð hár. Á kindinni er togið yst og hrindir frá sér vatni eins og regnföt en þelið heldur hita eins og hlý nærföt. Fólk nýtti ullina á svip- aðan hátt. Byrjað var á að taka ofan af ullinni, lengstu toglagðarnir reyttir af reyfinu og haldið sér. Ef vinna átti sérstaklega mjúkan fatnað úr þelinu var ullin hærð. Hún var tætt niður í litla lagða og tínd úr þeim öll hár sem voru stíf og hörð. Þessi hár voru kölluð hærur. Bæði togið og þelið var kembt og spunnið í fínan þráð. Loks voru prjónaðar flíkur úr bandinu eða ofið úr því efni. Margir voru í ullarfötum yst sem innst. Mikil vinna fólst í hverri flík og því þurfti að fara vel með fötin og gjörnýta þau.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=