Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Mörsugur Á mörsugi var hávetur, myrkur grúfði yfir, veður voru oft slæm, snjór og kuldi. Ætli nafnið þýði að mörinn, fitan, hafi sogast af fólki og skepnum? Sums staðar kom sólin ekki upp fyrir fjöllin og hvergi skein hún nema örfáa klukkutíma á dag. Torfbæirnir voru dimmir, ekki síst göngin. Margir óttuð- ust að draugar leyndust í myrkrinu. Fólk lýsti sér með lýsislömpum en í þeim var lýsi og ofan í það stungið kveik úr fífuhárum . Tólgarkerti voru steypt úr tólg og fyrst og fremst notuð um jól. Kolur voru einfaldari og lélegri ljósgjafar en lampar og oft hafðar í eldhúsum og fjósum. 24 Lýsislampi – lýsi eða hrossa- flot var sett á lampann og kveik úr fífu stungið ofan í það. LJÓSFÆRI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=