Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Sagt var að þeir sem ekki fengu nýja flík fyrir jólin færu í jólaköttinn. Kötturinn sá var á kreiki um jólaleytið eins og margar aðrar verur, fæstar góðar. Ef börn þóttu óþæg eða löt voru þau sum hrædd með sögum um tröll og óvættir. Grimmust þeirra var Grýla. Í gömlum ljóðum eru lýsingar á Grýlu. Hún á að hafa haft þrjú höfuð og hvert þeirra á stærð við kýrhaus. Hún hafði mörg augu í hverju höfði og ein blá í hnakkanum. Hún var með horn og löng lafandi eyru, sem festust við nefið að fram- an, og skögultennur niður fyrir höku. Sagt var að Grýla kippti slæmum krökkum upp í poka sinn og matreiddi þau fyrir sig og karl sinn, Leppalúða. Jólasveinar og aðrar vættir 22
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=