Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Mjöl í brauð þurfti að flytja inn frá útlönd- um. Það þurfti að spara og þess vegna steikti fólk þunnt brauð svo sem flatkökur. Annars var pottbrauð algengt og soðkök- ur. Á hátíðisdögum voru steiktar lummur, vöfflur og kleinur til að hafa með kaffinu. Mjólkurmatur var stærsti hluti fæðunnar. Mjólkin kom bæði úr kúm og ám og voru unnar úr henni fjölbreyttar afurðir. Fólk sat á rúmstokknum, hver með sinn ask á hnjánum, og mataðist með spæni og vasahníf. Lokið af askinum var notað eins og grunnur diskur en spónamatur var settur í sjálfa bumbuna. Askar voru sérís- lenskir. Spænir voru smíðaðir úr nauts- hornum. Kjöt var selt til útlanda og einnig gærur , ull og ullarvörur. Á haustin héldu bændur í kaupstaðarferð með varning sinn. Þeir þurftu líka að birgja sig upp fyrir veturinn og keyptu af kaupmönnum kaffi, mjöl, bygg, sykur, salt og, þegar á þurfti að halda, járn og timbur. Rúsínur, öl og tóbak fékk einnig að fljóta með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=