Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Gormánuður Sláturtíð tók við af göngum og réttum. Þá var lömbum slátrað. Allt var nýtt sem mögulegt var. Gert var slátur úr lifur, blóði, mör og vömbum . Slátrið var soðið og síðan sett í súr. Þannig geymdist maturinn án þess að skemm- ast. †mislegt var sett í súr, til dæmis svið, lungu, hrútspungar, júgur og lundabaggar . Kjötið var saltað ofan í tunnu eða reykt. Í eld- húsum var mikill reykur og kjötmeti komið fyrir uppi í rjáfri til reykingar. Einnig voru búnar til rúllupylsur og gerð bjúgu úr kjötinu. Sums staðar var hægt að veiða fisk í soðið og harðfiskur var mikið borðaður. Hann kom að nokkru í stað brauðs. 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=