Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Í réttinni var almenningur og þangað var féð rekið fyrst. Þaðan var það dregið í dilka. Hver bær átti sinn dilk. Í lok réttar- dags var fjárhópurinn rekinn heim. 1. Baðstofan var aðalsamastaður fólks. Þar svaf fólk. Í baðstofunni var einnig unnið, matast, lesið og lært. 2. Í eldhúsi var eldað á hlóðum sem voru hlaðnar úr grjóti. 3. Bæjargöng tengdu saman herbergi hússins. Á þeim var ekki gluggi en kannski lítill ljóri. 4. Í búrinu var unnið að matargerð og matur- inn geymdur ásamt ílátum og áhöldum. 5. Gestum var boðið til stofu. Hún var fínasta vistarveran en gat þó verið köld á vetrum. 6. Í bæjardyrum geymdi fólk yfirhafnir og gestir reiðtygi. Hellur voru þar á gólfi. 7. Í skemmunni voru meðal annars geymd reiðtygi og verkfæri. 5 2 4 1 3 7 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=