Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Haustmánuður Oft þurfti að dytta að húsum. Þau voru gerð úr torfi, grjóti og timbri. Veggir vildu síga og smugur myndast. Þetta var þó gott byggingarefni og torfið góð einangrun. Veggir voru um metri á þykkt. Neðst var grjót en svo tók torf að mestu við. Grind úr timbri hélt uppi þakinu. Bestu herbergin voru þilju ð og stafnar úr timbri. Víðast voru moldargólf. Afrétturinn var sameiginlegt land sveitar- innar uppi á heiðum. Þangað fór allt fé nema kvíaærnar. Á haustin var afrétturinn smalaður. Sagt var að menn færu í göngur. Þeir fóru ríðandi eða gangandi. Stundum þurfti að eltast við féð hátt upp í fjöll og gil. Fénu var safnað saman og það rekið í rétt niðri í byggð. Þar gat verið líf og fjör. Sveitungar hittust og eftirvænting ríkti að sjá féð koma af fjalli. Miklu skipti að það væri vænt. 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=