Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Rjómanum var hellt í strokk og hann strokkaður í smjör. Bullu strokksins var skakað upp og niður þangað til rjóminn skildist í smjör og þunnar áfir. Smjörið var tekið af strokknum og hnoðað ofan í köldu vatni til að þvo úr því áfirnar. Síðan var það saltað og loks slegið saman í smjörsköku. Smjörið var geymt í kistum eða öskjum. Áfir voru drukknar og stundum soðnir úr þeim grautar. Undanrennan var hituð og síðan hleypt í skyr. Skyrið var sett á síu svo að mysan læki úr því og skyrið yrði vel þykkt. Úr mysunni var hægt að sjóða mysuost og oft var hún svaladrykkur fólks á heitum sumardögum. Mest af mysunni var þó látið drjúpa niður í sýrukeröld . Í súrnum var geymdur ýmiss konar matur, slátur og kjöt. Á 18. öld fækkaði seljum mjög og lögðust alveg niður á 19. öld. Þá var mjólkin öll unnin heima.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=