Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Tvímánuður Nálægt bæ var hver grasblettur sleginn. Þess vegna var farið með ær, og jafnvel kýr, í sel langt frá bæ til að beita þeim þar. Í selinu var ráðskona, unglingsstúlkur og smali. Í upphafi tvímánaðar fóru þau aftur heim. Í seljum voru oft eldhús, baðstofa og mjólkurhús. Úti voru kvíar þar sem ærnar voru mjólkaðar og stundum kofi fyrir kýr. Í selinu var unnið úr mjólkinni, smjör, skyr og ostar. Annan eða þriðja hvern dag var komið heiman frá bæ og afurðirnar sóttar. Eftir mjaltir stóð mjólkin í trogum í einn til tvo daga. Þá skildist hún í undanrennu og rjóma sem flaut ofan á. Rjómanum var haldið í troginu en undanrennan látin renna úr því undan honum. 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=