Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Heyið var bundið í bagga. Oftast voru tveir um að binda hvern bagga. Tveimur bögg- um var svo komið fyrir á baki hests. Hestarnir mynduðu lest og heyið var reitt heim. Heyinu var komið fyrir í hlöðu eða tóftum við gripahús. Tóftir voru djúpar og hægt að koma í þær heilmiklu heyi. Skýla þurfti heyinu fyrir veðri og vindum og var það gert með því að hlaða torfi yfir það. Ekki kom nægilega mikið hey af túnunum. Því voru grasblettir og mýrar utan þeirra líka slegin. Þar var land oft þýft eða vot- lent. Hey af engjum var flutt heim á tún og breitt úr því til þurrkunar. Besta heyið kom venjulega af túnunum og var kallað taða. Þegar heyskap á túnunum var lokið voru haldin töðugjöld og síðan slægjur þegar búið var að heyja á engjunum líka. Þá var slegið upp veislum. Á töðugjöldum var hellt upp á gott kaffi og gjarnan bakaðar lummur og um slægjurnar jafnvel borðað nýtt lambakjöt og eldaður grautur. 13
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=