Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Heyannir Mikilvægt var að safna nægu heyi fyrir veturinn. Heyskapur gat verið skemmti- legur á góðum dögum en var oft erfiður og tók langan tíma. Veðrið skipti miklu máli og oft þurfti að keppast við til að nýta þurrk. Grasið var slegið með orfi og ljá og heyið rakað með hrífum. Venjulega var byrjað að slá túnið við bæinn en síðan var slegið á engjum sem gátu verið langt frá bæ. Við sláttinn lagðist grasið í múga . Síðan var slegið úr múgunum með hrífum til þess að grasið þornaði fljótt og vel. Oft varð að snúa heyinu aftur og aftur svo að það þornaði. Þegar heyið var orðið nægilega þurrt var því rakað saman og bundið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=