Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Ullin var þvegin við bæjarlækinn. Vatn var hitað í potti yfir hlóðum og blandað í það keytu sem er gamalt hland. Ullin var sett í pottinn og hrært vel í. Síðan var hún skoluð upp úr læknum áður en hún var breidd út á jörðina til þerris. Langir, bjartir dagar voru góðir til ferða- laga. Margir fóru á grasafjall inn í óbyggðir. Þar var gist í tjöldum. Menn tíndu fjallagrös og ýmsar aðrar plöntur sem notaðar voru í grauta og brauð. Þeim var safnað í stóra poka og þeir fluttir heim á hestum. Í þoku voru grösin rök og auðtínd. En þokan vakti líka ugg og í fjallaferðum óttuðust margir útilegumenn. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=