Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Sólmánuður Öllu fé var smalað heim í rétt. Fullorðna féð var rúið og ullin reytt eða skorin af því. Lömbin voru mörkuð og ákveðið munstur skorið í eyrun á þeim. Hver bóndi átti sitt mark. Síðan voru fráfærur. Lömbin voru tekin frá mæðrum sínum svo að þau gætu ekki sogið þær. Fólkið þurfti sjálft að nota sauðamjólkina. Lömbin voru höfð í gróður- sælum hvömmum um tíma en svo rekin á fjall. Ærnar voru heima og mjólkaðar á stekk kvölds og morgna. Smalinn sat yfir ánum og bar ábyrgð á því að þær kæmu tímanlega á stekkinn en væru í góðum haga þess á milli. Krakkar sáu um hjásetuna. Mörgum þótti hún skemmtileg í góðu veðri. En hún var líka erfið, ekki síst ef ærnar voru óþekkar, veður slæm eða þoka. Húsbændur voru sumir mjög strangir ef féð kom ekki heim á réttum tíma eða ef ær vantaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=