Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Það gat tekið nokkurn tíma og oft þurfti að ganga um og reisa taðflögurnar við. Þegar taðið var þurrt var því hlaðið upp og geymt vel. Tað var mikilvægasta eldsneytið í hlóðirnar í eldhúsinu. Eldurinn þar mátti aldrei slokkna en gerði hann það gat þurft að sækja eld á næsta bæ. Á skerplu fóru túnin að grænka og hestar og kindur vildu gjarnan komast í góðgresið. Ekki mátti það því að þá yrði lítið gras eftir til að slá og heyja. Á daginn hjálpuðust allir að við að reka skepnurnar úr túninu en um nætur voru krakkar látnir gæta túnsins. Þeir urðu að halda sér vakandi og reka allar skepnur út fyrir túngarðinn. Um morguninn, þegar full- orðna fólkið var vaknað, fengu krakkarnir að sofa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=