Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Skerpla Á skerplu var sauðburður . Stundum var sumarveðrið ekki komið og kannski hafís við ströndina. Þá gátu lömbin dáið, og jafnvel ærnar líka, úr kulda og hungri. Þegar vel viðraði léku lömbin sér í kringum ærnar og sugu mjólkina sína af áfergju. Í fjárhúsum hafði kindaskíturinn hlaðist upp um veturinn. Hann þurfti að stinga út úr húsunum. Skítnum var skipt í hnausa og þeir bornir út á tún. Þar voru hnausarnir klofnir í flögur og þær reistar upp á rönd. Þá var mikilvægt að fá þurrt veður svo að sauðataðið þornaði. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=