Komdu og skoðaðu hringrásir
Lífsferlar – Allar lífverur, plöntur, dýr og menn, eiga sína sérstöku lífsferla sem mynda hringi. – Er það, hvernig þá? – Þegar þú borðar ber finnurðu að það eru litlir steinar inni í þeim. – Já, ég finn þá. – Steinarnir eru fræ. Þegar þeir koma í mold spíra þeir og vaxa og nýtt lyng verður til. – Hvað svo? – Svo koma lítil blóm á lyngið. Sum eru kvenblóm, önnur karlblóm. Í blómunum er líka hunang sem flugunum þykir gott. – Éta flugurnar blómin? – Flugurnar heimsækja blómin til að ná í hunangið. Þá snerta þær óvart bæði karlblómin og kvenblómin og þá geta myndast fræ í blómunum og á lyngi vaxa ber utan um fræin. – Svo kem ég og borða berin. – Já og margir fleiri. Fuglarnir éta mikið af berjum. Síðan drita þeir steinunum á nýjum stað svo að þar getur nýtt lyng vaxið. – Þá erum við komin í hring. – Já, lífsferil lyngsins. Þekkir þú lífsferil fugls eða flugu? 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=