Komdu og skoðaðu hringrásir

Vatnið – Veistu að ég er á stöðugri hringferð? – Hvaðan ertu að koma núna? – Ég kem úr skýjunum. – Hvernig komstu þangað upp? – Sólin hitar jörðina. Þegar mér verður heitt breytist ég í gufu, svíf upp og verð hluti af skýi. – Hvað gerist svo? – Þegar skýið kólnar breytist ég úr gufu í vatn eða snjó og fell aftur niður á jörðina. Ég get fallið hvar sem er á land eða í vatn og lent í alls kyns ævintýrum. – Hefurðu gert þetta oft? – Óteljandi sinnum. Risaeðlur hafa drukkið mig og alls kyns önnur dýr og menn. – Vá. – Ég hef verið hluti af jöklum og höfum og verið í ám og vötnum. Ég hef vökvað tré og blóm, þvegið gólf og verið sturtað niður í klósett. – Hvert ertu að fara núna? – Kannski fer ég með ánni til hafs eða ætlar þú kannski að drekka mig? 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=