Komdu og skoðaðu hringrásir

22 Endurvinnsla – Plöntur og dýr skilja ekki eftir sig rusl. Afgangar frá einni lífveru nýtast annarri en fólk hendir rusli út um allt. – Hvað verður um þetta rusl? – Mikið af því fer á öskuhauga og sumt brotnar þar niður en annað ekki. – Eins og hvað? – Mörg plastefni brotna til dæmis ekki niður. Sundrendur vilja ekki éta þau. – Er þá ekki hægt að nota efnin í plastinu aftur og aftur? – Það er hægt ef fólk hugsar sjálft um að gera það. – Hvernig þá? – Plast í gosflöskum er til dæmis hægt að endurvinna sem flísefni í föt og teppi. – Það er sniðugt. – En til þess að það sé hægt má ekki henda plastinu í ruslið heldur þarf að fara með flöskurnar í endurvinnslu. – Það er ekkert mál. – Það sama er hægt að gera við pappír, áldósir, fernur og fleira. Þetta er allt hægt að endurvinna og búa til úr því nýja hluti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=