Komdu og skoðaðu hringrásir
Hringrásir – Jörðin er ekki óendanlega stór. Hún hefur takmarkaða stærð. – Hvað þýðir það? – Jörðin hefur ákveðna stærð, hún er stærri en fjall og minni en sólin. – Já, ég veit það. – Epli hefur líka takmarkaða stærð. Þegar það var fullþroska og datt af trénu óx það ekki meira. – En hvað með jörðina? – Jörðin varð til fyrir langa löngu og eftir að hún hafði myndast stækkaði hún ekki meira. – Hvaða máli skiptir þetta? – Fyrst stærð jarðar er takmörkuð þá eru frumefnin bara til í ákveðnu magni. Þess vegna eru hringrásir efna svo mikilvægar. – Hvernig þá? – Ef efnin væru ekki á stöðugri hringrás þá væru þau öll fyrir löngu uppurin og ekkert gæti vaxið. Vegna hringrásanna eru sömu efnin notuð aftur og aftur, endalaust. – Ætli jörðin sé lifandi eftir allt saman? – Ég veit það ekki. En það er gott að umgangast hana sem slíka og fara vel með hana. – Hvernig þá? – Til dæmis með því að muna eftir hringrásum efna og virða þær. 20
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=