Komdu og skoðaðu hringrásir

18 Orkan – Þú veist að það þarf kraft til að hreyfa hluti. – Er það? – Já, alla hluti, líka efnin sem eru í hringrásum. – Nú, hver hreyfir þær? – Oftast sólin. Hún knýr hringrás vatnsins. – Ég veit það. – Með orku sinni setur sólin af stað alls kyns hringrásir í loftinu sem hafa áhrif á hvernig veðrið er. – Er það? – Hún knýr líka alla lífsferlana. Grænukornin í plöntunum virkja sólarorkuna sem allar aðrar lífverur nýta sér. – Sólin er aldeilis merkileg. – Já, án hennar væri lítið líf á jörðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=