Komdu og skoðaðu hringrásir

16 Sólog rafmagn – Veistu að ljósið sem lýsir þér núna kemur frá sólinni. – Því trúi ég ekki, það kemur frá lampanum. – Við hvað er lampinn tengdur? – Hann tengist rafmagninu í veggnum. – Já og rafmagnið er búið til í virkjunum þar sem stórar ár falla niður af fjöllum. Og manstu hvað það er sem togar vatnið upp í skýin? – Já, það er sólin. – Með krafti sínum togar sólin vatnið upp. Vatn í skýjum geymir í sér kraftinn sem einu sinni var í sólinni. – Nú, er það? – Þegar vatnið fellur svo niður á jörðina og rennur áfram, til dæmis niður fjallshlíðar, skilar það kraftinum aftur. – Getum við þá náð í þann kraft? – Já, með sérstökum tækjum getum við virkjað kraftinn og breytt honum í rafmagn. Síðan er rafmagnið leitt þangað sem það er notað. – Það er heppilegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=