Komdu og skoðaðu hringrásir

Sundrendur – Þessi dauðu laufblöð eru óttalegt rusl. – Veistu, í náttúrunni er ekkert rusl. Það sem fellur frá einni lífveru nýtist alltaf einverri annarri. – Hvað verður þá um öll þessi laufblöð? – Fljótlega eftir að lauf falla eða lífverur deyja byrja þau að sundrast. – Hvernig gerist það? – Allt í kringum okkur eru örsmáar lífverur, plöntur, dýr, bakteríur eða sveppir. Sum þeirra köllum við sundrendur. – Hvað gera þeir? – Þeir nærast á dauðum lífverum og sundra þeim, brjóta þær niður, rétt eins og þegar þú brýtur niður kubbahús. – Hvað verður svo um efnin þegar búið er að brjóta lífverurnar niður? – Þau fara aftur út í umhverfið, í jarðveg eða loft, og þar geta aðrar lífverur náð í þau til að vaxa og starfa. – Hvað svo þegar þær lífverur deyja? – Þá sundrast þær og þannig halda hringrásirnar áfram aftur og aftur. 12

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=