Komdu og skoðaðu hringrásir

Frumefnin – Veistu að allt sem við sjáum í kring um okkur er búið til úr frumefnum? – Frumefni, hvernig eru þau? – Efnin eru lík kubbum, svo agnarlitlum að þeir sjást ekki nema þeir séu mjög margir saman. Frumefnin tengjast saman á ýmsa vegu og mynda alls kyns efni. – Er vatnið þá úr frumefnum? – Já, vatn er úr frumefnum sem heita vetni og súrefni. – En loftið? – Já, allt á jörðinni, líka loftið, er úr frumefnum og öll þessi frumefni eru á stöðugum hringferðum. – Hvernig þá? – Stundum byggir þú hús úr kubbum, svo tekur þú húsið í sundur og býrð til bíl úr sömu kubbunum, er það ekki? – Jú, ég get gert það. – Efnin eru eins. Súrefnið í loftinu, sem við öndum að okkur, eru tvær súrefnisagnir tengdar saman eins og tveir eins kubbar séu fastir saman. Svo getur ein súrefnisögn tengst tveimur vetnisögnum og þá verður til vatn. – Þetta er skrýtið. – Og svo þegar súrefni tengist kolefni verður til enn annað efni. Þannig er hægt að búa til óteljandi efni úr frumefnunum. – Ég get líka búið til óteljandi ólíka hluti úr kubbunum mínum. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=