Komdu og skoðaðu hringrásir

Grænukornin – Hvernig geta litlar plöntur orðið stórar? – Hefur þú heyrt um grænukornin? – Nei, segðu mér frá þeim. – Grænukornin eru í plöntum og gefa þeim græna litinn. Þau eru eins og litlar verksmiðjur. – Verksmiðjur, hvað er búið til í þeim? – Grænukornin fá efni úr loftinu og vatn úr umhverfi sínu og svo nota þau orku frá sólinni til að festa efnin saman. – Er þetta þá næstum eins og þegar verið er að baka? – Já, grænukornin búa til fæðu fyrir plöntuna svo að hún vex. – Kemur fæðan þeirra þá ekki úr moldinni? – Bara að litlu leyti. Margar plöntur þurfa mold til að halda sér föstum og til að ná í vatn og steinefni. Annars lifa þær á lofti. – Þetta vissi ég ekki. – Svo borðum við og dýrin plöntur. Þá fara efnin úr plöntunum í okkur og við vöxum. – Við erum þá eiginlega úr lofti! 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=