Komdu og skoðaðu himingeiminn
Sólkerfið er gríðarstórt. Fjarlægð Plútós frá sólinni er um það bil 6.000.000.000.000 metrar! Ef þú færir í þotu þessa vegalengd tæki það um 790 ár að komast alla leið. Að fljúga frá sólu til jarðar tæki hins vegar um 20 ár. 18 Stundum eru sólstjörnur kallaðar fastastjörnur því þær hreyfast ekki um himininn eins og til dæmis reikistjörnur og tungl. Þó að sólkerfið okkar sé stórt er það einungis lítið brot af umheiminum. Þegar við horfum upp í himininn getum við séð mjög margar stjörnur. Þetta gætu verið einhverjar af reikistjörnunum okkar en flestar stjörnunrnar eru sólir á borð við okkar sól. Úti í himingeimnum eru ótal önnur sólkerfi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=