Komdu og skoðaðu himingeiminn
Tunglið gengur í kringum jörðina á einum mánuði. Það snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni. Við þekkjum þá hlið vel. Margir hafa komið auga á andlit karlsins í tunglinu! Á tunglinu verður sjóðandi heitt í sólskini. Á þeirri hlið sem snýr frá sólinni er hins vegar ískalt. Á tunglinu eru sléttur, há fjöll og gígar. Smástirni og geimgrýti hafa rekist á tunglið. Áður fyrr hafa orðið þar eldgos. 16 Ætli orðið máni og mánuður séu skyld? Ekkert vatn er á tunglinu og enginn lofthjúpur er umhverfis það. Þar er ekkert veður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=