Komdu og skoðaðu himingeiminn
Löng er leiðin til Úranusar sem er næsta reikistjarna í röðinni. Hann sést ekki með berum augum frá jörðinni. Úranus er grænblár á að líta. Manni dettur kannski í hug sundlaug en það væri ekki gott að stinga sér á kaf í Úranus. Hann er gerður úr gashjúp en nær miðju er vökvi og síðan bergkjarni. Gasið er hættulegt fyrir okkur mennina. Úranus hefur um sig hringi úr frosnu efni og 17 misstór tungl ganga í kringum hann. 13 17 klst. 84 ár Ég get líka ferðast á hlið! Úranus hallast svo mikið að hann liggur næstum á hliðinni. Líkt og Venus snýst Úranus í öfuga átt miðað við hinar reikistjörnurnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=