Komdu og skoðaðu himingeiminn
Satúrnus einkennist af fallegum hringjum. Þeir eru einkum gerðir úr misstórum ísögnum. 12 Sumir halda að agnirnar séu leifar af tungli sem hefur splundrast. Aðrir halda að þarna sé efni í tungl sem aldrei varð til. Hvað um það, hringirnir eru með því fallegra sem ég hef séð! Ég myndi finna á hann röndótta sundskýlu í stíl við hringina! 10 klst. 30 ár Líkt og Júpíter er Satúrnus loftkenndur en inni í honum er líklega harður kjarni og vökvi. Hann hefur um sig mislit ský. Á Satúrnusi er hvasst enda snýst hann hratt um sjálfan sig. Tungl Satúrnusar eru um 20. Satúrnus er svo léttur í sér að ef við settum hann í sund flyti hann!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=