Komdu og skoðaðu himingeiminn

Líklega er Júpíter að miklu leyti úr lofttegundum en með harðan kjarna og vökva næst miðju. Það væri líkt og að lenda á skýi að lenda á Júpíter. Efst í skýjunum er fremur kalt en í innri lögum verður afskaplega heitt. Smáar agnir mynda þunnan hring umhverfis Júpíter. Að minnsta kosti 16 tungl hringsóla í kringum Júpíter. Eitt þeirra heitir Jó. Þar sáu menn í fyrsta sinn eldgos utan jarðarinnar. 11 Sá fer hratt! 10 klst. 12 ár Júpíter er næstur. Hann er risastór. Enginn hefur séð yfirborð Júpíters. Í stað þess sjást ljós og dökk rauðleit ský á hreyfingu. Á einum stað er áberandi rauður blettur. Þar er geysimikill stormur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=