Komdu og skoðaðu himingeiminn
10 Einu sinni fannst hrapsteinn frá Mars á jörðinni. Í honum voru form sem líktust lífverum. Ekkert meira hefur komið fram á myndum eða í sýnum sem tekin hafa verið á Mars sem bendir til að þar sé líf. Í kringum Mars fara tunglin Fóbos og Deimos sem þýðir ótti og ógn. Næst í röðinni er jörðin en svo kemur Mars. Mars er ryðrauður enda er jarðvegurinn járnkenndur og ryðgaður. Oft er hvasst á Mars og þyrlast þá upp rauður sandurinn. Þar er einnig frekar kalt. Við pólana eru jöklar líkt og á jörðinni. Á Mars er grýtt og mikil gljúfur. Einhvern tíma hefur verið fljótandi vatn á Mars. Þar eru einnig eldfjöll en þau eru í dvala. Eitt fjallanna er mjög stórt. Það er þrisvar sinnum hærra en fjallið Everest og hylur svæði sem er tvisvar sinnum stærra en Ísland. 25 klst. 687 dagar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=