Komdu og skoðaðu bílinn

40150 BÍLINN Yfirheiti þessa bókaflokks er Komdu og skoðaðu ... og við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu bílinn samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. Í þessari bók sem einkum er ætluð nemendum í 2.–3. bekk er fjallað um kraft og hreyfingu, viðnám, orku og fleiri eðlisfræðileg fyrirbæri sem eru tengd við það umhverfi sem börnin þekkja en jafnframt sett í sögulegt samhengi. Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir eru höfundar efnisins. Sigrún Eldjárn teiknaði myndir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=