Komdu og skoðaðu bílinn

11 Við notum líka kraft þegar við erum að móta úr leir eða hnoða snjóbolta, kasta bolta, ýta kerru, bursta tenn­ urnar, vega salt, sippa og hjóla. Dettur ykkur eitthvað annað í hug þar sem við þurfum að beita krafti? Það þarf kraft til að breyta lögun hluta. Þegar við ýtum á svamp, togum í gorm eða teygju þá notum við kraft. Þegar við fletjum út deig með kökukefli þá notum við kraft. Þegar við setjumst inn í bíl gefa fjaðrirnar í sætinu eftir, mismunandi mikið. Hvernig skyldi standa á því? Þá yrði nú rassinn aldeilis aumur! Hugsaðu þér ef það væru engar fjaðrir í bílsætunum þá væri nú ekki gott að aka eftir holóttum vegi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=