Komdu og skoðaðu bílinn
Naglar eru stundum settir á dekkin yfir vetrartímann til þess að bíllinn renni síður í hálku. Hins vegar skemma naglarnir malbikið. Þeir rífa það upp og örsmáar agnir þyrlast upp. Hvað skyldi verða um þessar litlu agnir? 10 Bíldekkin eru kringlótt og full af lofti. Stundum springa dekkin, þá breytist lögun þeirra og þau falla saman. Hvernig er þá að aka bílnum? Snúast dekkin eins vel og áður? Dekkin eru úr gúmmíi og á þeim er mismunandi mynstur. Hvaða hlutverki gegnir mynstrið í rigningu og hálku? Gróft mynstur veitir viðnám og gerir bílinn stöðugan. Slétt dekk geta verið hættuleg.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=