Könnum kortin 2 - rafbók

2 Þekkir þú áttirnar? Aron og Inga eru góðir vinir sem ætla í þessari bók að ferðast um landið með fjölskyldum sínum. Aron á hundinn Brútus og Inga á köttinn Hnoðra og ætla þau að að taka dýrin með sér. Í þessu verkefni ætla þau að rifja upp áttirnar. Höfuðáttirnar eru fjórar, norður, suður, austur og vestur. En við erum ekki alltaf að stefna beint í höfuðáttirnar og þurfum því fleiri áttavísa. NA NV SA SV Merktu inn á áttavitarósina höfuðáttirnar og síðan áttirnar sem koma á milli þeirra. Norðaustur er mitt á milli norðurs og austurs Norðvestur er mitt á milli norðurs og vesturs Suðaustur er mitt á milli suðurs og austurs Suðvestur er mitt á milli suðurs og vesturs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=