Könnum kortin 2 - rafbók

30 Á byggðasafni Inga og Aron hafa gaman af því að skoða byggðasöfn. Nú eru þau sérlega heppin, því nokkrir safngripanna eru að koma úr hreinsun og þau fá að hjálpa safnvörðunum að koma þeim fyrir á réttum stöðum. Klipptu út miðana af safngripunum og komdu þeim fyrir í réttum herbergjum. Þú mátt líka draga strik frá hlut í rétt herbergi. Verkefnið er: 1. Settu landnámskjólinn í herbergið með neyðarútganginum. 2. Settu vopnin í herbergið sem er vinstra megin við innganginn. 3. Láttu krossinn og altaristöfluna í herbergið sem er með þremur gluggum. 4. Láttu askinn í herbergið sem er hægra megin við móttökusalinn. 5. Láttu fánann í gluggalausa salinn. 6. Láttu leikföngin í herbergið sem er hægra megin við vatnshanann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=