Könnum kortin 2 - rafbók

29 Þekkir þú hugtökin? Aron og Inga fara í keppni í að þekkja sem flest hugtök í landafræði. Þekkir þú þessi hugtök? Skráðu númerin sem eiga við hvern stað í kassann á myndinni. 1. Hraun og aska spýtist upp úr jörðinni. 2. Lítið land þar sem sjór er umhverfis. 3. Lítill hluti lands sem teygir sig út í sjó. 4. Þar sem sjórinn liggur inn í landið, minna en flói. 5. Landið rís miklu hærra en svæðið umhverfis. 6. Stórt svæði þar sem sjórinn nær inn í landið. 7. Láglendi sem er á milli fjalla. 8. Mjög hálent þar sem efst er snjór. 9. Stórt svæði þar sem er salt vatn. 10. Svæði við sjó þar sem er eingöngu sandur eða steinar. 11. Svæði inni í landi þar sem ár eiga stundum upptök. 12. Vatn liðast niður dali eða hlíðar. 13. Það sem rennur úr eldgígum. 14. Slétt land sem bændur nýta. 15. Land þar sem er mjög blautt. eyja - á - dalur - fjara - eldfjall - vatn - tangi - vík - jökull - flói - tún - mýri - hraun - sjór - fjall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=