Komdu og skoðaðu himingeiminn

6 Já, Jörðin er reikistjarna. Reikistjörnur hreyfast eftir brautum kringum sólu. Þær gefa ekki frá sér eigin birtu eins og sólin. Þær endurkasta hins vegar birtu sólarinnar. Sólin, átta reikistjörnur, fleiri en hundrað tungl, nokkrar dvergreikistjörnur, sem fer fjölgandi og óteljandi smáhnettir mynda sólkerfið okkar. Við getum líkt reikistjörnum við skopparakringlur. Þær snúast um sjálfa sig um leið og þær fara hringinn í kringum sólu. Jörðin snýst til dæmis hringinn í kringum sjálfa sig á einum sólarhring. Hún fer í kringum sólina á einu ári. Í alheiminum eru mörg sólkerfi, með enn öðrum sólstjörnum, reikistjörnum og tunglum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=