Komdu og skoðaðu himingeiminn

Fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn hét Júríj Gagarín. Hann fór hring umhverfis Jörðina árið 1961. Geimfararnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin voru þeir fyrstu til að stíga fæti á tunglið árið 1969. Fyrsta konan fór út í geiminn árið 1963. Hún hét Valentína Tereshkova. Geimfarar eru nú orðnir nokkur hundruð. 22 Geimfarar þurfa að klæðast sterkum búningum með alls konar búnaði. Þeir bera hjálma og eru með hanska. Hvergi má skína í beran blett og allt þarf að vera loftþétt. Geimfarar þurfa að hafa súrefni á kútum því annars myndu þeir kafna. Velkominn! Apolló sem lenti á tunglinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=