Komdu og skoðaðu himingeiminn
Þegar tunglið er nýtt sjáum við það ekki þrátt fyrir að engin ský séu á himni. Ástæðan er að sólin lýsir ekki upp hliðina sem snýr að Jörðinni. 17 Vera er að sýna ykkur leikrit. Hún er Jörðin, hnykillinn er tunglið og lampinn er sólin. Vera snýr tunglinu umhverfis sig og fylgist með hvernig það breytist. Prófið að leika Jörðina. Við sjáum mismikið af tunglinu. Við sjáum bara þann hluta tunglsins sem sólin skín á. Vaxandi tungl sést best á kvöldin en minnkandi tungl á morgnana. Vaxandi tungl Fullt tungl Minnkandi tungl Nýtt tungl
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=